Ég skal gefa smá álit á þessu hér á eftir:
Í fyrsta lagi er síðan að nota töflur á rangan hátt, það er nota þær til að gera útlit en ekki halda utanum töflulegar upplýsingar. Það er mínus og ég mæli með að þú skoðir hvernig töflulausar síður er því það er jú farmtíðin og svo er ekkert verra að geta gert síðu sem er töflulaus.
Í öðru lagi er síðan ekki HTML valid og er það alls ekki nógu gott og þú verður að bæta úr því, þú getur séð hvað þarf að laga
hér.
Ég skil vel að það vanti efni á síðuna þar sem hún er enn í þróun og ætla þess vegna ekki að setja neitt út á það svona til að byrja með. En ég segi samt fyrir mína parta að mér finnst ljósir litir á vefsíðum mun betri en þeir dökku. En svona af forvitni hvaða forrit ertu að nota við gerð síðunnar?
Kveðja,
Fusion Lorus -
jokull.stuff.is