Til að gera .is síðu þarftu fyrst að versla lénið hjá ISNIC. Semsagt kaupa binni.is eða hvað sem það mundi vera. Fyrsta árið kostar 12.000 krónur og vegna aldurs getur þú ekki verslað það sjálfur.
Næst þarftu að kaupa þér hýsingu fyrir lénið. Semsagt leiga á tölvu til þess að geyma heimasíðuna á. Kostnaður á því er mismunandi eftir því hvað þig vantar. En meðalverð er milli 2500 til 5000 krónur á mánuði.
Ég mæli eindregið með því að 10 ára strákur fari ekki að binda sig fjárhagslega þannig.