Já satt er það. Isnic er í algjörri einokrunnarstöðu hvað þetta varðar og ég er á þeirri skoðun að þeirra staða kemur í veg fyrir sanngjarna og heilbrigða samkeppni og þróun í þessum málum á Íslandi en það eru aðrir sálmar.
Varðandi það að flytja vefin út fyrir landsteinana þá er eini gallinn við það að allt niðurhal mælist sem erlent (þó svo að hlutir virðast vera að breytast í þessum málum). Auk þess að þú ert ennþá háður á annan aðila að sjá um þessi mál. Ég stóð frammi fyrir sömu vangaveltum fyrir um 3 árum síðan og ákvað þá að ég vildi reka minn eigin server. Það var bæði vegna þessara ástæðna sem við nefnum hér og auk þess vildi ég bara hafa meiri stjórn á mínum málum. Í dag rek ég server og er með minn eigin DNS, póstþjón, vefþjón, gagnagrunn, ftp og sjálfvirkt backup af öllu draslinu.
Þegar maður er að fara út í það þá þarf maður aðeins að velta nokkrum hlutum fyrir sér.
1. Nettenging.
Það fer soldið eftir því hvaða tilgangi serverinn á að þjóna. Hverjir eru að fara að nota hann. Ef þetta er eingöngu gagnageymsla fyrir þig þá þarf tengingin ekkert að vera mikið öflugri en bara þannig að þú sért sáttur við flutningshraðan. Ef þú ert að fara að hýsa vefi þá þarftu að gera þér grein fyrir því hvernig vefi? Er mikið um myndvinnslu og sókn í myndir í gegnum vefinn sbr. barnaland.is. Því maður kemmst upp með fáranlega litla tengingu eftir því hvernig vef maður er að hýsa. Serverinn minn er aðallega vinnu-geymslu þjónn fyrir mig en ég hýsi reyndar tvo einstaklingsvefi og tvo minni fyrirtækja vefi á honum. Ég er með ADSL 3000 hjá símanum sem þýðir 768 kb/s frá mér sem er það sem skiptir máli. Þú gætir ábyggilega farið í meira eða öðruvísi tengingar en ég er bara að lýsa því hvernig þetta er hjá mér. Þetta virkar fínt hjá mér og enginn kvartar. En eins og ég segi þegar menn eru að gera þetta svona prívat og persónulega þá geta menn áttað sig á því hvað þeir kæmust upp með að vera með í t.d. net hraða bara með því að analysa hvernig traffic verður til/frá vefnum/servernum.
2. Hugbúnaður.
Fyrir okkur sem erum að vinna í .NET þá er náttúrulega ekki mikið af möguleikum sem að bjóðast hvað varðar ódýran búnað. Ef þú ert bara að reka einhvern vef sem er tiltölulega lítið sóttur þá kemmstu alveg upp með að vera með t.d. Window 2000. IIS inn sem fylgir honum væri þá alveg nóg. Annars þyrftiru að fara í Windows2000 server eða 2003 server. Fríir gagnagrunnar eru náttúrulega margir til fyrir Windows og eru misgóður. Það kostar blóð, svita og tár að kaupa sér leyfir fyrir MS SQL Server en það eru til nokkrir aðrir góðir grunnar sem eru ókeypis.
Hinsvegar er vert að minnast á það að Mono projectið er náttúrulega í fullum gangi. Fyrir þá sem ekki vita þá er það í örstuttu máli “möguleikinn að keyra .NET á Linux boxum”. Ef ég man rétt þá er útgáfa 1.0 komin út. Gætir kynnt þér hvort að allt sem þú þarft sé í útgáfu 1.0 og með mónó þá geturu notað annaðhvort XSP eða Apache2 vefþjónana og þá skiptir engu hvort þú ert með Wind2k undir eða ekki. Ef ég væri þú og þú værir að fara yfir í mono þá myndi ég bara sleppa öllu Windows sulli og gera allt á Linux.
3. Vélbúnaður.
Er eiginlega sama spurning og númer 1 og fer soldið eftir því hvað vefþjónninn þinn mun koma til með að gera. Ef þú átt ekki vél í þetta þá náttúrlega er kaup á vél ákveðinn startkostnaður. Ég var fyrst með gamla 600 mhz vél sem keyrði Win2k server, hún hafði það alveg af þótt að hún hafi þurft svolitla stund til að hugsa greyið. Ég tók síðan þá ákvörðun að setja samann nýjan server síðasta sumar, tók góðan tíma í það að velja alla þá réttu hluti í vélina miðað við hvaða tilgangi serverinn þjónar.
Og ég bara gæti ekki verið sáttari…vélin er bara niður í geymslu, on 24/7 og truflar engan og svo bara VNC-ar maður sig inn á hana eftir þörfum.
Þannig að boðskapurinn minn er, fyrir okkur einstaklingana, sem viljum vera að vesenast í þessu þá er hægt að komast upp með, á tiltölulega góðan og ódýran máta, að setja upp og reka sinn eigin server.