verð nú að segja það að mér finnst hýsingarmál hérna á Íslandi til skammar. ISNIC okrið ætla ég ekki að minnast á hér enda margrætt fram og aftur. Nú kostar 3500kr/mán að hýsa með ASP/.Net stuðning og ef maður fer í annað en Access gagnagrunn þá er það að ég held 5þ fyrir MySql og tæplega 10þ fyrir SQL server! Hvaða fjandans vitleysa er þetta eiginlega? Maður fær þetta allt saman fyrir um $30 erlendis (og auk þess VSK frjálst!!), til hvers í ósköpunum er maður að hanga með þetta heima? Nú er response hraðinn alls ekki svo mikið minni yfir útlandatenginguna að maður taki eftir því svo ég sé bara ekki af hverju ég ætti ekki að flytja allt mitt út…

komment?