Sæll,
Það fer svolítið eftir því hvernig þú hyggst nálgast þetta.
Þ.e í þessu CMS kerfi sem þú ert með, viltu þá birta textasvæði fyrir hvert tungumál sem er uppsett, þannig að þegar verið er að setja inn efni á síðu, að þá birtist í rauninni textabox/editor fyrir íslensku, og annað fyrir ensku o.sv.frv. fyrir hvert tungumál sem er uppsett? Ef þetta er þannig þá ætti vefurinn alltaf að vera alveg eins á hverju tungumáli, þ.e bara þýddur.
EÐA, viltu að hvert tungumál sé í rauninni sjálfstætt vefsvæði/version þannig séð. Þannig þarf t.d enski vefurinn ekkert endilega að hafa nákvæmlega sömu síður í valmyndinni o.sv.frv.
Sú leið er oft farin, t.d í LiSA kerfinu sem við erum með hérna í vinnunni, því að það vilja ekki allir alltaf hafa sömu uppbyggingu á vefjunum sínum á öllum tungumálum. Svo er bara skilgreint útfrá host-nafni eða á annan hátt (session breytur eða hvað sem er), hvaða vefsvæði er verið að biðja um.
Ég hef sjálfur notað báðar aðferðir við að gera þetta, mér finnst seinni leiðin svona lógískari, því að þá er meira flexibility á milli tungumálanna.
Mér skilst samt að þú sért að tala um eitthvað í líkingu við fyrri möguleikann sem ég nefndi.
Ég gerði eitt sinn vef sem var þannig uppbyggður, þ.e hægt var að setja upp ótakmarkað mörg tungumál og notandinn fékk svo bara input box/editor fyrir hvert tungumál þegar hann t.d setti inn frétt.
Til að halda utanum þetta þá var ég með töflu sem hélt utan um tungumálin (id, language, active)
og svo var sérstök tafla sem hélt utanum efni frétta eftir tungumálum, c.a svona = [news_id, content, lang_id].
Ég var svo bara með session breytu sem geymdi það lang_id sem var virkt á vefnum og veiddi alltaf efni upp eftir því lang-id.
Svo voru linkar til að skipta um tungumál, eina sem þeir gerðu voru að vísa á php skjal sem breytti langid-inu í session breytunni og redirectuðu svo aftur til baka.
Mér fannst þetta ágætis lausn og notandinn var a.m.k voða ánægður.
Vona að þessi ritgerð gefi þér einhverja hugmynd …