Ég reyndar vil ekkert binda umræðuna við autocomplete. Ég minntist í upphaflega póstinum á autocomplete til að vitna í samtalið milli mín og kennarans. Það er ekkert að því að nota autocomplete, það er ágætis fítus sem ég nota oft, til að mynda í IntelliJ. Ég er hinsvegar að miða umræðuna við miklu stærri heildarmynd af kerfinu og því sem það bíður þér upp á. Ef það var ekki á tæru þá er það ljóst núna.
Meginatriðið varðandi þessa tilvitnun mína í kennarann og umfjöllun um API var það að þarfir reyndari vs óreyndari eru mismunandi. Reyndari forritarar komast af með minna en geta samt sem áður notað eitthvað sem sparar þeim vinnu…EF það sparar þeim vinnu. Ég held samt að hraðinn sé ekkert endilega meiri í aðstæðunum sem þú minnist á. Óreyndur notandi og autocomplete er ekkert hraðvirkara ferli held ég en reyndur forritari og API þar sem ég miða við að reyndi forritarinn viti um meginn þorra þeirra falla og breytna sem þarf að nota. Hann því skrifar á meðan hinn velur rétt fall osfrv.
Þess vegna horfa reyndari forritarar öðruvísi held ég á svona tól en óreyndari forritarar. Þeir vilja sjá hvað það er nákvæmlega sem þeir eru að hagnast á við að nota tólið og ef þeir telja hagnaðinn nógu mikinn þá skipta þeir, ekkert byggt á neinni stefnu varðandi það að vera á móti VS eða sparnaðaraðgerðum í vinnuframlagi. Þetta er nákvæmlega það sem ég gerði í JAVA, fór frá Editplus í JBuilder yfir í IntelliJ. Hef bara ekki séð ástæðu enn til þess að flytja mig yfir í annað tól varðandi .NET. Hef ekki fundið það sem hentar mér en ég er að leita, nota bene…ég er að leita.
Setningin “góðir forritarar” sem ég held að þú sért að mistúlka sem einhverja hroka yfirlýsingu þýðir einfaldlega það að þeir sem hafa mjög góð tök á forritun og forritunarmáli geta komist af með því að nota það sem ég nefndi hér að ofan. Það er svo allt annar handleggur hvort þeir geti innlimað nýja tækni sem aðstoðar þá en tefur þá ekki. Um það snýst vangaveltan, er allt sem kemur með VS og öðrum tólum að styðja eða tefja. Hvað tefur, hvað tefur ekki. Það er einfaldlega pælingin. Sumt er mjög gott í þessum tólum og sumt einfaldlega ekki. Þú kýst síðan að minnast ekki á þá staðreynd að ég sagði “VS er ábyggilega ágætt en hentar mér ekki”. Nota bene…hentar mér ekki. Ef það hjálpar einhverjum öðrum þá er það fínt.
“Víst kemur það fram í þínu svari. Þú lýsir mottóinu þínu sem þú hefur eftir einhverjum fyrri kennara.”
Sýndu mér hvar ég lýsi yfir fyrirlitningu á þá sem nota ekki textaritil og sýndu mér hvar ég segi að ég sé svo kúl því ég geti forritað margt á þess að nota eitthvað Drag and Drop tól. Þú finnur það ekki…hinsvegar finnur þú comment sem ég hef varðandi VS og þróun svona tóla almennt og þú sérð líka hvar ég segi að þetta á eingöngu við mig, þetta sé mín skoðun en ef aðrir hafa not fyrir þetta þá er það ljómandi. Mottóið mitt, hvort sem það er tekið frá einhverjum kennarara eða ekki er bara fyrir mig og mína vinnu. Hver einstaklingur hefur eitthvað mottó sem hann notar til þess að tækla hluti í daglega lífinu. Það hefur ekkert með hans skoðun gagnvart umheiminum. Hann myndar sér mótto, til að mynda “ég geri þetta alltaf svona því það kemur sér vel fyrir mig”. Ef einhver annar hefur annað motto til að kljást við sama hlutinn þá er það bara þannig. Fólk er misjafnt eins og það er margt og gerir hlutina mismunandi.
“Ég hélt því aldrei fram að Visual Studio væri ný útgáfa af notepad.. ”
Nei ég veit, enda sagði ég það ekki.
“Svo ég taki þetta nú aðeins betur saman þá er ég á móti þessu viðhorfi þínu sem mér finnst einkennast af því að nota ekki vinnusparandi tól af því að það þykir ekki nógu virðulegt.”
Jamm, það er fínt að þú sért búinn að mynda þér þessa skoðun á mér sem sýnir það að þú last ekki upphaflega póstinn minn þar sem ég segi að ég kann vel að meta ákveðin tól, ákveðna fítusa. Ég nota þau þegar það á við, þegar það hentar mér. Þannig á notkun þeirra að vera háttað. Þau eiga ekki að vera notuð bara afþvíbara, eða bara útaf því að þetta er það nýjasta, eða útaf því að bessib segir það.
“Rökin sem þú beitir gegn þessu eru líka frekar völt. Autocomplete truflar fólk ekki. Það poppar upp drop down menu og hann hindrar þig ekkert í að halda áfram að skrifa það sem þú villt skrifa. Ég hef heldur aldrei fundið fítus í VS sem er að tefja þig.”
Hmmm….að mig minnir þá minntist ég á autocomplete þegar ég var að koma með innleggið varðandi kennarann minn. Bíddu…ég er að lesa það aftur svo ég sjái hvar ég sagði að það truflaði notendur. Nei ég bara finn það ekki. Enn og aftur umræðuna er ekki hægt að einskorða við autocomplete. Kerfi sem verið er að stækka þurfa að vera í stanslausri athugun varðandi það hvort að þau séu í öllum tilfellum að styðja við notendur en ekki tefja þá. Mín skoðun er bara einfaldlega sú að það er ekki tilfellið með VS gagnvat mér og minni vinnu. Dabbi2000 vildi í upphafi fá að vita hverjir væru að þróa í .NET og þá hugsanlega í hverju. Ég ásamt öðrum komum með innlegg í málið, ég tildæmis minnist á ákveðna þætti varðandi tól almennt, sem gefur mynd af því hvernig tólum ég sækist eftir. Ég færi rök fyrir því hvað hentar mér og hvað ekki. En í staðinn fyrir að koma með innlegg þar sem þú lýsir því hvernig þú notar VS og hvað það er sem þér finnst svo frábært við það (sem er alveg réttmæt skoðun) þá ferðu í einhverja krossferð á móti þeim sem velja tólin eftir því hvernig þau fitta þeim best. Kemur með yfirlýsingar um hvaða skoðanir við höfum sem ég get ekki séð að sé á neinum öðrum grunni reist nema einfaldlega vegna þess að við erum ekki 100% sömu skoðunnar og þú eða höfum mismunandi kröfur til þróunarumhverfa. Hefðiru ekki frekar átt að reyna að opna augu okkar dabba2000 gagnvart VS í staðinn fyrir að vera með innantómar yfirlýsingar um það hvað við erum á móti hinu og þessu og hvernig við lítum á okkur sem eitthvað betri en aðra, eitthvað sem ég reyni að gera ekki gagnvart fólki sem ég þekki ekki. Hefði það ekki “meikað meiri sens”.
Leyfðu mér nú að mynda mínar eigin ákvarðanir varðandi það hvaða tól ég vel byggt á mínum þörfum .
Dabbi2000 segir “er að migrera úr ASP og neita að nota VS því ég vil vera sem næst kjarnanum og skilja það sem ég er að gera.”
Ef svarinu var ekki beint sérstaklega til mín þá geri ég ráð fyrir það að þessi skoðun okkar að vilja vinna í textaritli og vera með puttana í öllu eigi eins við hann. Pældu aðeins í því sem þú segir maður. Er það eitthvað rangt hjá dabba2000 að vilja gera þetta svona. Þú sagðir það ekki beint en kemur með yfirlýsingar um hvað við séum á móti hinu og þessu. Hann er bara sömu skoðunar og ég, það er sumt í VS sem okkur líkar ekki og þess vegna notum við það ekki.
Þú lýsir þig á móti mínu viðhorfi sem þér finnst einkennast af ákveðnum þáttum. Sem er ekkert annað en að lýsa þig á móti minni skoðun því hún er ekki sú sama og þín. Kemur með fullyrðingar út í hróa hött varðandi það að viðhorf mitt einkennist af því að nota ekki vinnusparandi tól sem ég bara veit ekki hvernig þú getur komist að þeirri niðurstöðu. Bara vegna þess að ég sé ekki not fyrir eitt ákveðið tól fyrir mína hagsmuni þá er ég bara alfarið á móti þeim hlutum sem spara mér vinnu. Þetta er ekki eina tólið á markaðinum. Ég veit ekki til þess að ég hafi lýst mig á móti þinni skoðun á forritun og VS. Mér finnst bara ljómandi eins og ég hef komið inn á áður að einhverjir hafi not fyrir þetta tól.
Reyndur vs óreyndur forritari er ekki það sama og hrokafullt viðhorf hjá aðilum sem halda að þeir séu yfir aðra hafnir. Þegar þú byrjaðir að forrita varst þú óreyndur rétt eins og ég. Nú ert þú reyndari og ég geri ekki ráð fyrir því að þú lítir niður á þá sem eru að byrja, ekki frekar en ég.
Yfirlýsingar þínar varðandi mig og aðra um það að við séum hrokafullir og lítum niður á aðra því við viljum vera í editor en ekki VS er eins og að ég myndi segja að þú og þín yfirlýst skoðun á VS bendi til þess að þá sért þú bara einhver Microsoft/Visual Studio ass kisser sem dásamar allt sem Bill Gates gefur út…..en ég bara geri það ekki.