Lítið mál er að setja upp form með svona textarea glugga eins og þessi sem þú varst að skrifa í.
Dæmi um form:
<form action=“” method=“post”>
<textarea name=“textinn” rows=“6” cols=“60”></textarea>
<input type=“submit” value=“Senda” />
</form>
Þegar þú smellir á “Senda” takkann þarna, þá gerist ekkert. Það er vegna þess að action=“” attribute-ið á form-tagginu þarf að benda á eitthvað server-side skjal sem meðhöndlar gögnin.
Annað mál er að láta innihaldið “fara á aðra síðu”.
Til þess að meðhöndla gögnin sem notandi skrifar inn, þarfu server-side forritunarmál, t.d PHP/ASP/.NET eða eitthvað í þeim dúr.
Það er engin einföld “skipun” til að gera þetta.