Ég er að basla svolítið með regular expression. Ég er ekki að vefa neitt, en þar sem regular expression á að vera eins alls staðar datt mér í hug að spyrja hér.

Ég er að reyna að parsa úr streng (line seperated log file) data sem lítur einhvernveginn svona út:

flag directory1/subdirectory1/subdirectory2/subdir3/file.jpg:sessionID

Subdirectoryin geta verið allt á milli eitt eða þrjátíu.
Session ID er hex value.

Ég vil, með regular expression, geta fundið file.jpg; þ.e.a.s. allt á milli ‘/’ og ‘:’ án þess að ég taki annað ‘/’ með.
Ég vil semsagt ná ‘file.jpg’ úr strengnum að ofan en ekki ‘subdir3/file.jpg’ eða ‘subdirectory2/subdir3/file.jpg’ o.s.frv.
Líka þætti mér gott að grípa öll subdirectoryin úr strengnum sérstaklega.

Það eina sem ég hef látið mér detta í hug er að snúa strengnum við, finna allt á milli ‘:’ og ‘/’, grípa fælinn ('gpj.elif') og snúa því svo við aftur. Þetta er náttúrulega ekki fallegt.

Er einhver sem getur bent mér á ‘réttu’ lógíkina á bak við þetta?