Hvað heldurðu að maður sjái þegar maður mætir til vinnu, jú nýjan mbl.is :)
þessi er skemmtilega uppbyggður, almennilega uppbyggður hvað varðar prent, og einnig xhtml valid allavega á forsíðu og fleiri síðum, ekki slæmt fyrir svona stóran vef :)
Ég er bara nokkuð jákvæður. Hann lítur vel út “undir húddinu” ef svo má að orði komast.
Ég hefði hinsvegar vilja sjá róttækari breytingar á útliti, bara svona til að hafa meira gaman af þessari breytingu. Moggamenn hafa greinilega ekki viljað taka neina óþarfa áhættu í þeim efnum samt :)
Guys, þetta er bara viewið sem áskrifendur af mbl á netinu fá. Vegna bilunar í prentun í morgun bjóða þeir öllum aðgang að þessu svæði. Kemur meira að segja fram á forsíðu mbl ;)
Þetta er allt í lagi útlit. Annars fannst mér gamla útlitið betra. Eitt sem ég hata er að það eru 5 flash auglýsingar sem allar eru að blikka mann þannig að það verður erfitt að lesa textan.
Þegar maður lítur á allt í heild er þetta allt allt of troðið ! En flott aftur á móti. Einn alvarlegur böggandi vandi: auglýsingin hægra megin sem eltir mann altaf !
Mætti samt gera þetta 100% í breidd, þar sem þetta er allt of mikið efni á of þröngu svæði. Mætti líka taka þennan auglýsingaborða þarna hægra megin. Og það sem verra er, hann eltir mann alltaf!
Sammála því að hann er mun hraðvirkari en gamli vefurinn. Enda er þessi tableless og fer eftir stöðlum.
Mætti vera 100% breidd eins og einhver sagði, auglýsingin hægra megin böggar mig alls ekki, flottur, hraðvirkur, en vantar Hesta undir Íþróttir, eins og það hefur verið frá því ég byrjaði að brúka mbl.is
Virðist vera gerð af sama fólkinu og gerðu KB banka síðuna [ http://www.kbbanki.is/ ]. Báðar síður mjög vel kóðaðar. Mér líst samt betur á hönnunina á síðu KB banka, en samt sem áður þá er hönnunin á þessari síðu miklu betri en á annsi mörgum öðrum íslenskum vefsíðum.
Það er nú gott að allavega einhverjir íslenskir vefhönnuðir hafi einhverja tilfinningu fyrir vefstöðlum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..