Það er ekki til LIMIT í MS-SQL.
Það sem þú getur notað er TOP
Td.: SELECT TOP 5 * FROM grunnur
Þá færðu 5 fyrstu færslurnar, en þar sem þú vilt fá færslur á ákveðnu bili, þá er hægt að “herma” eftir LIMIT í My-SQL með smá tricki. Þá verður þú að hafa einkvæman lykil í töflunni, hér geri ég ráð fyrir að hann sé dálkurinn ID. Þá er þetta gert svona:
SELECT TOP 5 * FROM Grunnur WHERE ID NOT IN (SELECT TOP 5 ID FROM Grunnur)
Semsagt, velur 5 efstu raðirnar þar sem ID-ið er ekki það sama og ID á 5 fyrstu röðunum. Niðurstaðan eru því raðir 5 - 10 í töflunni.