Ég var einu sinni að fikta í þessu, notaði á endanum bara Microsoft Media Encoder 9 (hægt að downloada af microsoft.com) og var með live feed á heimasíðunni minni.
Ef að þú nærð í þetta forrit og setur það upp, fiktar í svona 20 mínútur þá er þetta komið. Vandamálið er samt að þú þarft að hafa http server uppsettann á tölvunni þinni, eða ef að þú ert með server sjálfur að þá ertu með webcaminn tengdann við serverinn og keyrir þannig í gegn á heimasíðuna.
Annars var ég að nota líka annað forrit sem að hét eitthvað “Webcam Manager” minnir mig og þar gastu bara sagt henni að taka mynd á 5 mínútna fresti og láta það inná ftp server, sem að getur þá verið hvar sem er í heiminum…
…fer allt eftir hvað þú hefur og hvað þú villt =)