Rosalegt fattleysi er þetta!
Til að þú getir spilað mp3 þá þarftu winamp eða eitthvað álíka ekki satt?
Það er það sama með php þú þarft forrit eða þýðara sem að “skilur” php og sendir síðan kóðan sem venjulegt html format til browserins. Html þarf líka þýðara og er hann innbyggður í vafrann þinn, t.d. í Netscape heitir hann Gecko og í IE heitir hann eftir einskonar staðli Mozilla.
Þú talar um að þetta gerist eitthvað álíka áður en þú setur þetta upp á serverinum eða eftir… skildi þetta ekki alveg..
Venjulegt vefsíðupláss sem að fylgir með internetþjónustunni þinni styður ekki php ef að það gerir það þá þarftu að sækja sérstaklega um það og örugglega borga fyrir það á mánuði.
Ég er með php stuðning á vélinni minni og ég er líka með pláss á www sem að styður php af því að ég er búinn að verða mér út um það og borga fyrir það.
Ég nenni ekki að uploada php scriptinu alltaf á www til þess að prófa það, ég nenni því barasta ekki!, þessvegna er ég með php stuðning á minni vél til þess að geta prófað það, það er af því að ég setti upp minn eigin vefsíðuþjón með php stuðningi.
Auðvitað er gott að menn sem að langar að prófa þetta komi hingað og spyrji um þetta af því að það langar að prófa þetta en fólk verður líka aðeins og fatta það líka, sérstaklega eftir að hann er búinn að fá 6-7 svör sem að eru mjög skiljanleg.
friðu