Þú ert að vinna með RGB liti þó að þú vitir ekki af því en í staðinn fyrir að nota tugakerfi til að tákna litina (t.d. 255,255,255) notaru sextándukerfi (eða þannig - tölur á bilinu 1-16, þar sem bókstafirnir A-F eru notaðir í staðinn fyrir 10-16).
Ástæðan fyrir því að þetta er gert svona held ég að sé sú að í “sextándukerfinu” eru allar tölur frá 0-255 táknaðar með aðeins tveim táknum (FF = 255, 00 = 0) þó að í raun væri hægt að gera svipað með tugakerfinu en tákna þá bara allt með þrem táknum í staðinn (000 - 255).
Til að átta þig betur á þessu skaltu opna windows calculatorinn þinn (man ekki hvernig þetta er á X calculatornum í linux) og stilla hann á “scientific”. Þú skalt aðgæta að hann sé stilltur á Dec. Þá skaltu slá inn einhverja tölu á bilinu 0-255 (255 er sniðug til að prófa með) og þvínæst skaltu breyta stillingunni úr dec yfir í hex (s.s. úr decimal kerfi yfir í hexadecimal). Þá ættiru að fá FF í gluggann.
Taktu eftir því hvernig hexadecimal kerfið (sextándukerfið) hleypur á skemmtilegu tölum ef þú bætir alltaf einu eff-i við í gluggann, þá færðu hinar skemmtilegu runu: 15,255,4095,65535,… eða 16-1,256-1,4096-1,65536-1,… (ástæðan fyrir því að einn er dreginn frá er sú að FF er sambærilegt með 99, 100-1). Nú er ég búinn að flækja þetta soldið mikið fyrir þér en að lokum skal ég þýða hex töluna í titlinum hjá þér yfir í dec: 002F55 = 0,47,85 (RGB).
kveðja,
thom