Lítið við hitt að bæta… þetta er semsagt server-side forritunarmál (þá vinnur serverinn semsagt alla vinnuna fyrir þig, client-side mál væri t.d. javaScript sem browserinn vinnur úr). Málið er í raun byggt á Perl forritunarmálinu en fær lánaðir functionir úr hinu og þessu forritunarmálinu ( hef heyrt C, Java og fleiri). Styrkur þess er má segja einfaldleiki, útbreiðsla og öflugheit. Lítið mál er að (á að vera) setja það upp á server og það er lítið mál að forrita í því, það leyfir margt sem önnur forritunarmál myndu fussa og sveia við.
Forritunarmálið er hannað með vefsíðupælingar í huga og kemur það ekki síst fram í miklum tengslum við gagnagrunna (þ.á.m. mySQL, Oracle, Informix, MSSql og fleiri). .php fæla þarf í raun ekki að “compile-a” eins og í mörgum öðrum málum, heldur er síða generate-uð í hvert skipti sem notandi skoðar hana.
ps. nfvi.is og klam.is eru forritaðar í php.
pps. PHP er hliðstætt ASP (sem er Microsoft vara), það er hægt að koma af stað löngu rifrildi um hvort er betra. PHP keyrir best á linux serverum (og er í raun hannað með þá í huga) en ég held að ASP eigi að keyra betur á MS serverum (þó að ég þori ekki að fara með það.
Vona að þú sért einhverju nær,
thom