Þetta er lítið mál að gera. Þú getur loopað í gegnum Request.Form safnið og sett saman array, eða gert hvað sem er.
Hér er kóði sem birtir alla form-fielda: (Request.Form virkar bara ef formið er stillt á post eins og þú veist líklega.)
For each item in Request.Form
Response.Write item & “ = ” & Request.Form(item) & “”
next
Þennan kóða geturðu notað sem grunn og breytt honum þannig að hann taki bara þá form-fielda sem heita textfieldx þar sem x er einhver tala, dæmi:
For each item in Request.Form
if (left(item,9) = “textfield”) then
Response.Write item & “ = ” & Request.Form(item) & “”
end if
next
Og svo að láta þetta setja gildin úr öllum textfieldx elementum í array:
Dim strValues
Dim arrValues
For each item in Request.Form
if (left(item,9) = “textfield”) then
strValues = strValues & Request.Form(item) & “|”
end if
next
arrValues = split(strValues,“|”)
Þarna ertu semsagt kominn með arrValues breytu sem inniheldur bara gildi dálkanna í þeirri röð sem þeir eru í forminu. Með einfaldri lúppu í gegnum þetta array geturðu svo sett saman SQL-insert skipun eða hvað sem er. Auðvitað gætirðu sleppt því alveg að setja þetta í array og búið til SQL-insert skipunina bara beint, eða hvað sem er.
Vona að þetta komi þér a.m.k af stað :D<br><br>____________________
<a href="
http://haukur.hot.is/">
http://haukur.hot.is/</a