Góðan daginn -

Frænka mín og frændi reka nokkrar verslanir hérna á Íslandi og hafa lengi verið að pæla í því að koma sé upp vefsíðu til að kynna vörurnar sem þau hafa á boðstólunum. Þau heyrðu af því að ég hafi verið að leika mér í heimasíðugerð fyrir nokkru síðan og leituðu ráða hjá mér.

Þannig er hins vegar mál með vexti að ég hef lítið fiktað við þetta undanfarin 2-3 ár og því er ég ekki alveg í takti við það sem er að gerast í þessum málum í dag. Mér var bent á að setja upp síðu með einhverskonar vefstjórnunarkerfi, sem myndi þá gera þeim mjög einfalt að setja inn efni á síðuna sína.

Hvert er best að leita í þessum málum og hvernig virka þessi vefstjórnunarkerfi?? Er þetta bara forrit sem þú setur upp í tölvunni og getur fiktað í vefsíðunni eins og þú vilt?? Hvernig ber maður sig að við að hanna útlitið á síðunni í tengslum við vefstjórnunarkerfi? Hvaða slík kerfi eru best/hentugust á markaðnum í dag??

Ef einhver getur gefið mér einhverjar upplýsingar um það hvernig maður ber sig að í þessu, þá væru allar upplýsingar mjööög vel þegnar…

KV.
Tige