Þetta er alveg ótrúlega skrýtið… ég hef verið að skoða heimasíður frá öðrum og litið á nokkrar skemmtilegar pælingar.. pælingar sem að fá mann til að skellihlæa.. hlæa hærra en ég hef nokkurn tímann gert… og alveg sama hvort ég sé á bókasafninu og það sé fullt af fólki nálægt.. hláturinn hættir ekki… það getur verið svolítið vandræðalegt..:S
það geta t.d. verið pælingar eins og af hverju heitir handklæði “handklæði”? Hvers vegna ekki handþvottur og af hverju notum við orðið vettlingar fyrir hanska.. á meðan við getum notað orð eins handklæði fyrir þá :S (smá stolið ;))
En svo hef ég skoðað af þessum heimasíðum, margar hundleiðinlegar og drepleiðinlegar hugsanir fólks.. sem þurfa að lýsa fyrir manni hvað það sé að gera í smáatriðum… það bókstaflega lýsir því þegar það fer á klóstið… skeinir sér og allt það sem því fylgir.. það þarf að segja manni hvað það er merkilegt og hversu marga vini það á.. það þarf að koma með comment eins og “ég var að pæla í að skrifa eitthvað niður en svo ákvað ég að gera það ekki vegna þess að ég vildi ekki gera það” Svona pælingar eru bara ekki að virka að mínu mati.. nema örfáar undantekningar.. eða hvað?
Þegar maður kíkir á svörin sem þessir viðkomandi aðilar fá fer maður að pæla í því hvort þetta sé í rauninni það vitlaust… þeir eru á fá svör á síðuna sína og ég er farinn að efast um að einhver hafi virkilega tíma til að fara í gegnum pælingar eins með handklæðið og vettlinganna…. hlátur bíóhúsanna og hvers vegna það eru ekki notuð bílbelti í strætóum? Allir eru svo uppteknir í að svara henni Jónu Jónsdóttir um það hvernig klósettpappír er bestur á rassgatið á henni… og hvernig sé besta að skeina henni og því hefur enginn tíma í að svara hinni aldargömlu spurningu um handklæðið og vettlinganna!