Sjáðu til, til þess að geta spilað mp3 lög þarftu forrit eins og winamp…ekki satt?
Til þess að tölvan þín skilji PHP þarftu að hafa þesskonar stuðning á vélinni þinni, nú eða serverinum þínum þar sem að þú geymir heimasíðuna þína…..PHP stuðningur kallast þessvegna þýðingarvél sem “kann að lesa” kóðann og skilar þér síðan honum sem heimasíðu í vafrann þinn.
Ef að þú hefur einhverntímann haft skrá.php skjal í fórum þínum þá gætiru ekki notað vafran þinn til þess að lesa hann, hann þarft einhverja þýðingarvél til þess, og þessvegna þarftu að setja hana á tölvuna þína.
Jú þú getur náð þér í Personal web server en honum fylgir stuðningur við ASP málið, þú getur bætt við PHP stuðningi í hann en ég held að það sé best fyrir þig að þú sækir þér bara forritið PHPtriad sem að þú getur fundið í tenglakubbnum hér á vefsíðugerð hann setur upp PHP-mysql-apache stuðning á þína tölvu
þá er þér ekkert að vanbúnaði að geta keyrt upp php skjöl í tölvuna þína og byrja að forrita.
Svo ef að það eru einhverjar spurningar sem að vakna við þetta endilega spurðu þá hér…..
p.s. Mysql er mál sem að tengist gagnagrunni, sql geymir gögn og sql eru samansafn af skipunum sem að eru notaðar til að sækja hin og þessi gögn úr gagnagrunninum sem þú biður um með réttu skipununum. Til þess þarftu sql stuðning, hann er inni í phptriad…
Þú getur alveg sleppt því að nota sql á síðunni þinni en með php eitt að vopni ertu ekki búið til nærri því jafn öfluga síðu með php+mysql…
Og vertu ekki að láta einhver önnur nákvæmlega eins svör rugla þig af því að hann segir þér að það sé líka hægt að gera þetta og hitt ég er bara að gefa þér einföldustu útgáfuna af því að hvernig þú getur látið tölvuna þína skilja php og mysql síður.