Að vera indexaður af leitarvél getur verið soldið happa glappa og þó nokkuð sem þarf að hafa í huga. SEO (Search Engine Optimisation) er eitthvað sem nánast sér fræðigrein og er mjög skemmtileg pæling.
en varðandi síðuna þina, geimur.is, þá virðist hún nokkuð tómleg, enda í vinnslu.
Til að komast inn á google er hægt að gera ýmislegt.
Það er hægt að bæta síðuna á google (
http://www.google.com/search?sourceid=navclient&ie=UTF-8&oe=UTF-8&q=add+url). Það er ekki gefið að google fari á þessa síðu þó henni hafi verið bætt við og ef hún gerir það getur það tekið nokkrar vikur.
Betra er ef að google finni síðuna með link á hana af annarri síðu, því fleiri síður sem linka í þig því hærra page rank færðu og ferð ofar í niðurstöður.
Þó ég mæli með því að hafa meta í góðu lagi þá skiptir það google ekki máli því hún hunsar það að mestu leiti og notar aðallega textann úr siðunni við indexun. Meta skiptir samt máli hjá öðrum leitarvélum.
<br><br>kv,
spaceball