"afhverju kúnni sem þarf einungis að sýna matseðil, vínseðil, símanúmer [..] þurfi á mjög flókinni og rándýrri heimasíðu á að halda“
Þarna komum við að kjarna málsins. Þú heldur greinilega að góð standard-compliant heimasíða þurfi að vera dýr og flókin. Þetta er hinn mesti misskilningur. Að fara eftir viðurkenndum vefstöðlum eins og XHTML og CSS er ekkert flóknara og þarf ekki að kosta einni krónu meira en léleg vefsíða sem fer ekki eftir þessum stöðlum og er þar af leiðandi ekki jafn aðgengilega. Þetta er allt spurning um þekkingu. Ef þú hefur næga þekkingu til að gera góða síðu tekur það alveg jafn langan tíma fyrir þig og það tekur mann með úrelta þekkingu að gera vonda og úrelta vefsíðu. Það er líka hægt að færa rök fyrir því að það taki þig minni tíma (Þú þarft t.d að skrifa styttri kóða ef þú fylgir bara <a href=”
http://www.w3.org/MarkUp/#guidelines“>W3 guidlines</a>) og þar af leiðandi ættiru að rukka minna fyrir hana.
Það sem ég var að gagnrýna var einungis það að viðkomandi aðili sem gerir þessa idno.is síðu gefur sig út fyrir að gera gæða vefsíður á lægra verði þegar þeir sem til þekkja sjá að gæðin eru í lægri kantinum.<br><br>
Kv. <font color=”#666666“><b><a href=”
http://www.sigurdss0n.com">Andri Sig.</a></b></font