Fer örugglega mikið eftir hve margar heimsóknir vefurinn fær á viku/mánuði. Meina, fyrirtæki fara ekki að borga þér einhvern pening af viti ef það koma 10-20 gestir á síðuna þína á mánuði.. :)<br><br><a href="http://saethor.opex.is">http://saethor.opex.is</a
Þetta er misjafnt eftir því á hvaða síðum þú vilt auglýsa, býst nú við að síður eins og hugi, mbl og barnaland sem eru að fá mikla traffík séu að rukka meira en aðrar.
Tékkaðu á www.birta.is, þeir selja auglýsingapláss.
Ég hef smá reynslu af þessu þar sem ég rak á tímabili vef. Vefurinn var nokkuð vinsæll og bjó ég til verðskrá sem ég skáldaði bara. Hafði hana í hærri kanntinum en þetta var sýnilega verðskráin.
En við vitum það fyrir að verð á vöru eða þjónustu ræðst af framboði og eftirspurn.
Svo var ég með aðra verðskrá sem réðst í raun af því hvað menn voru tilbúinir til að borga. ég var með 4-6 auglýsingapláss á hverri síðu( 1 í haus eins á öllum síðum, 4 í hægri dálk eins á öllum síðum og svo á forsíðu var ein auglýsing í meginmáli. Auglýsingin í haus var dýrust efsta auglýsingin í hægri dálk var þar á eftir og svo lækkaði verðið eftir því sem neðar dró.
Þegar ég var með tómt auglýsingapláss, seldi ég það ódýrt, stundum “gaf” ég það kunningjum enda betra að hafa einhverja auglýsingu en enga. Svo þegar allar auglýsingarnar eru seldar og komin biðlisti er komin grundvöllur fyrir því að rukka meira fyrir hverja auglýsingu.
Það er vitað að rekstur vefsíðu sem aðalstarf er erfitt enda geta flestir sem það vilja komið sér upp heimasíðu og því eru fáir auglýsendur sem skiptast á marga vefi.
Ég þekki ekki hvort enhverjar reglur gilda um vefauglýsingar, efast reyndar um að svo sé.
Það er einmitt vandamálið. Í dag þegar síður eru taldar svo nákvæmlega þá horfa menn bara í tölur, þ.e. hve margir koma eftir að hafa smellt á auglýsinguna en því miður er ekki hægt að telja hve margir sjá hana. Þetta er líka samkomulagsatriði. Ef síðan er gríðarlega vinsæl ættiru ekki að þurfa að hafa áhyggjur af þessu.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..