Ég get eiginlega ekki lýst XSLT öðruvísi en svona:
XSLT eru XSL template, þ.e sniðmát til að vinna með XML gögn og setja þau fram.
XSL er hálfgert scripting mál, sem býður uppá ýmsar functionir til að lesa úr XML skrám.
Til þess að geta notað XSLT til þess að vinna úr XML gögnum þarf maður XML parser sem skilur XSLT. Svo er hann notaður til að “transforma” XML gögnunum á móti XSLT sniðmátinu, og skila manni útkomunni.
Til hvers gæti einhver spurt?
Hér er mjög praktíst dæmi:
Segjum sem svo að þú viljir birta veðurupplýsingar á vefnum þínum. Þú hefur fengið aðgang í skjal á Veðurstofuvefnum sem skilar þér veðrinu í Reykjavík á XML formi. XML gögnin gætu litið svona út:
<?xml version=“1.0” encoding=“iso-8859-1” ?>
<weather>
<temperature>6</temperature>
<wind>3</wind>
<direction>S</direction>
</weather>
Þá gætirðu notað eftirfarandi XSLT sniðmát til að vinna með þessi gögn:
<?xml version=“1.0” encoding=“iso-8859-1”?>
<xsl:stylesheet xmlns:xsl="
http://www.w3.org/1999/XSL/Transform“ version=”1.0“>
<xsl:output method=”html“ encoding=”iso-8859-1“/>
<xsl:template match=”/weather“>
Veður í Reykjavík<br />
Hitastig: <xsl:value-of select=”temperature“ />°c<br />
Vindur: <xsl:value-of select=”direction“ /> <xsl:value-of select=”wind“ /> m/sek<br />
</xsl:template>
</xsl:stylesheet>
Útkoman yrði þá c.a:
Veður í Reykjavík
Hitastig: 6°c
Vindur: S 3 m/sek
En þetta er bara svona dæmi.
Þetta er hálfgert forritunarmál, og býður upp á if/else-setningar og fleira. Það er hægt að gera allan andskotann með þessu.<br><br>____________________
<a href=”
http://haukur.hot.is/">
http://haukur.hot.is/</a