Þetta er frekar einfalt.
Þú býrð til töflu í t.d MySQL sem heitir “links”
Í töflunni eru 3 dálkar. ID, Url og Clicks. Gott væri að hafa default value = ‘0’ á Clicks dálknum.
ID dálkurinn skal vera primary key og auto_increment.
Svo seturðu einhverja slóð í töfluna, t.d www.mbl.is.
Þá ætti innihald töflunnar að lýta svona út
ID | Url | Clicks
————————————
1 |
http://www.mbl.is/ | 0
Svo gerirðu php skjal sem heitir t.d forward.php.
Það sem þetta skjal gerir, er að telja smellina og forwarda manni áfram á viðkomandi slóð.
Linkurinn yrði þá <a href=“forward.php?linkid=1”>Mbl.is</a>
forward.php skjalið myndi semsagt taka inn ID-ið á linknum, fletta upp slóðinni í gagnagrunninum og hækka Clicks um 1.
Síðan myndi skjalið senda þig áfram á slóðina.
Gróft dæmi: (forward.php)
<?
$linkId = $_GET['linkid'];
$rs = query('SELECT Url FROM links WHERE ID = ' . AddSlashes($linkId));
$arr = mysql_fetch_array($rs);
$linkUrl = $arr[0];
query('UPDATE links SET Clicks = Clicks + 1 WHERE ID = ‘ . AddSlashes($linkId));
header(’location: ' . $linkUrl);
?>
Þetta er einfaldasta leiðin. Ef þú vilt geta séð hverjir eru að smella á linkinn og hvenær, þá verður þú að hafa sér töflu undir smellina, sem þú tengir svo við links töfluna. Í þeirri töflu geturðu haft dagsetningu og tíma, ip-tölu viðkomandi og bara hvað sem er.
Ég nenni bara ekki að fara út í þá sálma hér og nú.<br><br>____________________
<a href="
http://haukur.hot.is/">
http://haukur.hot.is/</a