Halló öll.

Ég er að velta einu fyrir mér. Ég er með vef í asp þar sem ég set unique id í session, sem ég nota sem id í töflu í grunninum. Ef notandinn loggar sig út þá eyðast þessar færslur úr grunninum, allt í góðu með það. Hins vegar ef notandinn lokar vafranum þá fer session-ið í timeout og þá eyðast ekki færslurnar.

Ég er búinn að reyna að nota Session_OnEnd til þess að kalla á þau föll sem að gera þetta en það virðist ekki virka. Ég lenti einu sinni í saman vandamálinu þegar ég gerði application í java/jsp og fann þá klasa sem ég gat notað í þetta. Ég er búinn að leita út um allt en finn lítið um þetta.

Ef einhver er með pælingu með þetta endilega látið heyra í ykkur.

Kveðja,
-puff