Þú þarft að komast að því hvað vefþjónnin sem hýsir síðuna þína á styður. Ef hann styður PHP þá gætiru notað phpbb
http://www.phpbb.com/ en ef að ´vefþjóninn þinn styður ASP þá gætiru kíkt á Snitz forums
http://forum.snitz.com/. Það gæti reyndar verið að þetta myndi valda þér einverjum vandræðum í uppsetningu ef þú ert alveg óreyndur í þessum málum. Tékkaðu líka hvaða gagnagrunn þú hefur aðgang að það, þú verður að hafa aðgang að allavega MySQL. Í þínu tilfelli væri kanski best að kíkja á
http://www.instantmessageboards.com/index.php. Þarna geturu búið til spjallborð og það er hýst útí bæ og þú þarft ekki að spá í neinu nema að birta það á síðunni þinni, kíktu á það.
Annars langaði mig bara að bæta því við að ég er alveg sammála elvarorn. Þetta svar frá Kulp er náttúrulega algjörlega út í hött og ég held að við ættum að reyna að halda svona svörum í lágmarki til að halda úti góðum og traustum áhugamannavef þar sem gamlir sem og nýjir notendur eru ekki hræddir við að koma með spurningar (hvers lags sem þær kynnu að vera) af ótta við að fá svör sem kynnu að vera í svipuðum stíl og þetta frá Kulp.
Mig langar bara að spyrja Kulp, grunaði þig ekkert þegar þú last spurninguna að hér gæti verið á ferð einstaklingur sem hefur lítið eða samasem ekkert vit á vefsíðugerð sem er að reyna að verða sér út um upplýsingar. Helduru ekki að ef hann gæti forritað spjall að þá væri hann kanski að spyrja annara spurninga en þessara, jafnvel einhverrar tæknilegrar spurningar þegar hann væri kominn áleiðis. “slappaðu af marr…” eins og þú segir svo léttilega, hvað meinaru? Ég gat nú ekki séð það á svarinu frá elvarorn að það væri nokkur einasti æsingur í gangi. Til að enda þetta langa svar mitt, þá langar mig bara að taka enn og aftur undir orð elvarorn, ef hér er einhver sem þolir ekki spurningar frá byrjendum… ekki svara. Ef þér finnst það fyrir neðan virðingu þína….ekki svara. Ég man alveg þegar ég var að byrja í þessu fyrir mörgum árum síðan…..ég hefði alveg getað hætt í þessu ef ég hefði alltaf fengið einhver leiðindi þegar ég væri að reyna að komast að einhverju. Ég tek oft eftir spurningum hér sem mér finnast ekki skemmtilegar, pirra mig, ég nenni ekki að svara osfrv. Og þá svara ég þeim ekki. Ég nenni ekki að svara með einhverjum skætings, hálfsetningar leiðindarsvörum. Ég læt bara einhvern annan gera það sem hefur kanski tíma til þess því svör til byrjenda taka oft meiri tíma en önnur svör. Svo er ég viss að þetta snúist á hinn veginn. Einhvern tímann er einhver annar hér sem nennir ekki að svara osfrv…en ég hef tíma og þolinmæði til að rita langt svar til byrjanda og þá geri ég það.