Ég er svona að gæla við þá hugmynd að búa mér til teljara sem myndi taka á flettingum og unique hits.
Ég er með mysql grunn sem tekur við tíma á hitum og ip addressu, og er að velta fyrir mér aðferðum við að ná unique hits út úr þessu.
Ég er búinn að gæla við þá hugmynd að taka jafnvel bara eitt unique hit per ip á hvað eigum við að segja hverjum 30 min, en það er ekki að gefa rétta mynd, segjum að það sé 100 manna fyrirtæki sem er bara með eina tölu út á netið og helmingur starfsmanna skoðar síðuna á þessum 30 min þá er bara reportað 1 unique hit á síðuna.
Er einhver með einhverja betri lausn á þessu máli. Allar ráðleggingar væru þegnar með þökkum.
Kv. davidoj