Ég á í þónokkrum vandæðum!
Þannig er að ég er að búa til ættbækur fyrir hunda í ASP.
Ég notast við Access gagnagrunn.
Ég skrái hund í ættbók og vel ættbókarnúmer foreldra hans út flettilista, tík og hundur sem skilgreind eru sem 1 = hundur og 0 = tík. Tveir flettilistar.
Staðfesti síðan valið og þá vil ég fá upp ættbókina til skoðunnar áður en endanleg staðfesting fer fram.
Ég er að tala um að ég vil fá að sjá í ættbókinni 4 ættliði, þ.e.a.s. foreldra, afa og ömmu, langafa og langömmu og foreldra þeirra.
Mér gengur djöfulega að kalla þetta fram.
Ég bjó til fyrirspurnarskrá (Queries) sem inniheldur þær upplýsingar sem ég vil að birtist með völdum ættbókarnúmerum.
En þær upplýsingar fæ ég ekki heldur aðeins þann hund sem ég ætlaði mér að skrá inn nema ættbókarnúmer foreldrana eru rétt. Öllu önnur ættbókarnúmer sem koma fram eru númer þess hunds sem ég reyni að skrá inn.
Svo spurning er veit einhver hvaða kóða skal nota til að kalla fram þær upplýsingar sem vantar.
Ef þið viljið sjá hvað ég er að gera þá er hægt að nálgast síðurnar <a href="http://labrador.simnet.is/useless.asp">hér</a> sem TXT skjöl.