Daginn,
Veit einhver um leið til að koma í veg fyrir að síða hlaði í frameset á annari síðu. Er með síðu sem virkar fínt nema þegar leit.is hleður henni inn í frameset hjá sér. Það sem gerist í þessum tilvikum er að nýtt session verður til í hvert skipti sem smellt er á hlekk innan síðurnar og þar af leiðandi eru allar session breytur ónothæfar og of mikið álag er á serverinn. Helst vildi ég geta komið í veg fyrir að henni sé hlaðið í frameset á öðrum síðum en allar aðrar lausnir eða hugmyndir eru líka vel þegnar.
kv, tho