sælir
ég er að gera fréttakerfi og ætla að hafa flokka í því (íþróttafréttir, fréttir af fólki oþh).
ég er að reyna að hafa flokkana í einni töflu og síðan fréttirnar í annarri, þannig að ég get breytt og bætt við flokkum af netinu.
en svo nafnið á flokknum sé ekki síendurtekið í fréttatöflunni, vill ég geta skrifað bara númer(id) þar inn og gert svo tengingu milli þessara tveggja taflna svo að hún sæki nafnið á flokknum í flokkstöfluna.
ég er með flokkana í drop down menu svo að þeir koma sjálfvirkt inn þar sem maður skrifar fréttina, þar birti ég nöfnin á flokkunum, en ætla síðan að senda númerið (id) af flokknum í fréttatöfluna. síðan þegar ég skoða fréttina þá sæki ég upplýsingarnar í fréttatöfluna (eins og venjulega), sæki fyrirsögn og fréttina og svo flokkinn sem er skrifaður sem númer í töflunni, fæ t.d. upp að flokkur=1. ég þarf síðan að gera einhver tengsl milli þessarar ‘1’ þarna og síðan númerinu í flokkatöflunni, þá t.d. 1=íþróttafréttir. það er það sem ég kann ekki að gera, tengingin þarna á milli taflanna.
er einhver sem veit hvort það sé hægt að framkvæma þetta, ég býst við því, og hvernig það er þá gert?
með þessu þá get ég t.d. sótt bara ákveðinn flokk af fréttunum, t.d. bara íþróttafréttirnar;
SELECT * FROM frettir WHERE flokkur=“ & Request.Querystring(”flokkur")
og skrifað í addressuna ?flokkur=1, betra en ef maður þarf að skrifa flokkur=íþróttafréttir…
þetta býður uppá fleiri möguleika auk þess sem að gagnagrunnurinn tekur minna pláss, ef maður getur bara einu sinni skrifað inn hvað flokkurinn heitir heldur en að skrifa það í hvert einasta skipti!
vona að einhver skilji hvað ég er að fara og hafi lausnina við þessu!
kveðja
maxbox