Skiptir engu máli hvort þú sért á bakvið höbb.
Það sem máli skiptir er hvort þú sért tengdur við Internetið í gegnum router. Ef svo er, þá þarftu að opna port 80 í routernum og vísa því áfram á IP-tölu vélarinnar sem er með Apache-serverinn.
Svo til að aðrir geti komist inná vélina þína, þá þarftu að ganga úr skugga um að þú sért ekki á bakvið eldvegg internetþjónustuaðilans þíns. Ef þú ert með fasta IP-tölu, þá ertu líklega ekki á bakvið eldvegg.
Ef þú ert ekki með fasta IP-tölu, þá ættirðu auðvitað að fá þér slíka svo fólk geti komist inná tölvuna þína án þess að þurfa að spyrja þig alltaf hver IP-talan þín sé í hvert skipti. Það er líka eina leiðin ef þú vilt fá þér domain sem vísar á tölvuna þína.<br><br>____________________
<a href="
http://haukur.hot.is/">
http://haukur.hot.is/</a