Ég er að leita mér að upplýsingum um skráningu á domain name. Eftir að leit á huga að “domain” og “lén” skilaði engu sem að hjálpaði mér í þessu einstaka tilfelli ákvað ég að láta flakka hér. Allt feedback væri meira en lítið þegið :)
Þannig er nú staðan að mig langar til að fá mér “professional” heimasíðu. Ég er búinn að finna hýsingu sem að hentar mér en ég veit einfaldlega ekki hvernig ég á að snúa mér í þeim málum að skrá “.com” domain. Ég veit að register.com og namezero.com bjóða upp á svoleiðis en er það besti kosturinn?
Ef að ég fer út í smá atriði þá vil ég helst að e-mail sé inni í myndinni, og að það sé ekki alltaf "http://www.mittdomain.com“ heldur ”http://www.mittdomain.com/myndirnarmínar“. Vonandi er ég að gera mig nógu skiljanlegan :)
Með fyrirfram þökkum,
Hlynur<br><br>_____________________________
”It´s better to be pissed off than to be pissed on …"
_____________________________