Það er hægt að gera þetta á ýmsa vegu.
Þú getur stillt þetta í vef-servernum hjá þér.
Svo geturðu gert þetta með því scripting-máli sem þú ert að nota, ef þú ert yfirhöfuð að nota eitthvað scripting mál. Af spurningunni að dæma, efast ég um að svo sé.
Ef þú ert að nota t.d PHP eða ASP eða eitthvað alíka mál, þá geturðu t.d tengt þetta við gagnagrunn, textaskrá eða bara hardkóðað inn þá notendur/lykilorð sem eiga að komast inn.
Svo munntu eflaust þurfa að nota Cookies eða Sessions til að halda utan um hvort notandi sé loggaður inn.
Eins og þú kannski sérð, þá er þetta töluvert meira mál en mér sýnist þú gera ráð fyrir.
Ég get allavega sagt þér eitt. Það er ekki til neitt <LOGIN></LOGIN> tag í HTML sem gerir þetta allt fyrir þig.