Ég er með vef í ASP sem að heldur utan um notendur. Ef þú loggar þig inn þá hefur þú aðgang að síðum og getur gert aðgerðir. Ég held utan um þetta með session og virkar vel.
Það sem mig langar að gera er að vera með einn folder sem er með skjölum sem notandinn þarf að hafa aðgang að. Þessu skjöl mega alls ekki vera sýnilega fyrir aðra. Þar sem þetta eru .doc skjöl þá get ég náttúrulega ekki gert tékk á það hvort notandinn sé í session. Þetta verður til þess að ef þú veist path á þennan folder þá getur þú nálgast skjölin(sbr. www.domain.is/WebAdmin/Doc/Leyndo/leyndo.doc) Er einhver leið að athuga ef notandinn er í session þá fær hann aðgang í þennan folder annars ekki. Ég vil helst ekki fara þá leið að stilla þetta í IIS.

Bestu kveðjur,
Bjössi