Þetta er í rauninni ekki hægt að gera almennilega nema með einhverskonar server-side scripting máli eins og PHP, ASP eða Perl/CGI, sem sér þá um að senda upplýsingarnar til þín í E-mail.
Hinsvegar er eitt sem þú getur gert. Það er að setja eftirfarandi enctype og action á FORM-tagið þitt:
<FORM method=“post” action=“mailto:nafn@server.is” enctype=“text/plain”>
Hvernig þetta kemur til með að virka fer svo algjörlega eftir því hvernig uppsetningin á vélinni hjá viðkomandi er. Ef hann er ekki með neitt póstforrit, þá virkar þetta ekki. Svo virkar þetta misvel eftir því hvaða póstforrit er uppsett, og má búast við ýmsum security warnings o.fl.
Skoðaðu þetta til að sjá hvað ég er að meina: <a href="
http://artlung.com/lab/other/email-submission-stinks/">
http://artlung.com/lab/other/email-submission-stinks/</a>
Besta leiðin er að gera PHP, ASP eða jafnvel CGI script sem sér um að senda póstinn. Svo er action á forminu látið vísa á viðkomandi script. En til þess að geta gert slík script þarf Internetþjónustuaðilinn þinn að leyfa slík script á heimasvæðinu þínu.