Ég nota ramma (frames) á heimasíðunni minni. Ég er ekkert voðalega klár þannig að ég er bara með einfaldar html síður. Ég var að velta því fyrir mér hvort væri, t.d. þegar ég set hyperlink yfir á mína síðu af öðrum að ákveða hvað birtist í t.d. main frame.
Ég er að hugsa um vegna þess að núna þegar ég geri hyperlink, þá annað hvort verð ég að gefa aðalsíðuna, eða ákveðna undirsíðu (sem hefur það í för með sér að valmyndir og þannig birtist ekki). Ég vil geta sett inn hyperlink, (t.d. ef ég myndi setja það inn héðan) sem vísar á aðalsíðuna, en skilgreinir samt sem áður hvað á að birtast í ákveðnum ramma.