Þið munið kannski eftir ActiveX controllinu sem Microsoft gaf út sem var svona nokkurskonar WYSIWYG editor eins og í Frontpage?
Allavega, þetta control var hægt að importa og nota í Delphi og einnig hægt að setja inná vefsíður í Internet Explorer með því object taginu og einhverju classid, held ég alveg örugglega.
Núna hefur microsoft stigið skrefinu lengra og þetta er núna innbyggt í IE 5.5 og nýrri (væntanlega …)
Þið getið prófað þetta með því að gera eitthvað HTML skjal, setja svo:
<DIV contenteditable>
Þessi texti verður Editable eins og í frontpage!
</DIV>
Þegar þið opnið þetta svo í browsernum þá getið þið bara editerað þennan texta eins og þið væruð í Frontpage! Þið getið valið textann og gert ctrl-b og þá verður hann bold, eins með underline og italic. Ef þið veljið texta og ýtið á ctrl-k ef ég man rétt, þá kemur upp lítið dialog þar sem þið getið breytt textanum í link. Svo er hægt að nota javascript til þess að sækja HTML kóðan úr þessu DIV tagi. Það er gert með <ID á DIV>.InnerHTML. Allavega þá er þessu ágætlega lýst á msdn.
Ég sé fyrir mér hvað það væri flott að nota þetta ef maður er að gera síðu þar sem er svona content management system til að setja inn fréttir ofl, að fólk geti bara editerað síðurnar svona í stað þess að þurfa að nota HTML formatting.
Ég hef ekki hugmynd um hvort að þetta séu gamlar fréttir fyrir ykkur, en ég sá þetta allavega í fyrsta skipti um daginn og varð virkilega hrifinn!