Þú ert væntanlega að tala um svokölluð “Image maps”, þ.e þegar ákveðin svæði eru skilgreind á mynd og látin linka á ákveðnar síður. Þannig er hægt að láta eina mynd vera link á margar mismunandi slóðir/síður.
Þú getur búið til svæði af 3 gerðum - hringi, ferninga og svo óreglulega marghyrninga, (enska: polygon).
Þetta síðast nefnda getur verið mikið vesen að gera í höndunum, en hringi og ferninga er auðveldara að gera.
Dæmi um mynd með hring sem vísar á www.mbl.is:
<IMG src=“myndinþín.jpg” border=“0” usemap=“#map1” height=“200” width=“300”/>
<MAP name=“map1”>
<AREA shape=“circle” coords=“150,100,50” href="
http://www.mbl.is“/>
</MAP>
Einnig geturðu sótt forrit sem auðveldar þér þetta.
T.d Meracl Image map generator <a href=”
http://www.stockholm.bonet.se/meracl/mimg.htm">
http://www.stockholm.bonet.se/meracl/mimg.htm</a