Ég get nátúrulega ekki svarað fyrir hina adminana hérna en ég vil helst ekki henda burt Kasmir hérna. Málið er að þetta er ekkert fyrir mér. Ég bara sleppi því að lesa sem ég vil ekki lesa.
Þar að auki mundi það minnka activity hér og við hérna viljum setja Vefsíðugerð efst á ákveðnum lista sem sýnir mest sóttu áhugamálin á huga. ;)
Það sem ég hef reynt að skamma fólk fyrir hinsvegar er þegar það skrifar post í korkum sem eiga ekki við.
Ég hef íhugað hvort maður ætti að banna fólki að auglýsa síðunar sínar eða biðja um álit á þeim. Málið er að mér finnst dáltið hluti af svona hlutum eins og vefsíðugerðaráhugamálinu hér á huga það að posta síðunni sinni og fá álit vitrari manna.
Til að leysa það mál þá hef ég verið að íhuga hvort það ætti að setja sér kork undir svoleiðis hluti. Ef það yrði gert þá mundi ég ætlast til þess af ÖLLUM að vera ekki að koma með skítakomment á síðurnar heldur koma með ábendingar hvað mætti fara betra eða benda á aðra hluti.
Hvað finnst öllum um það????<br><br><b>——————————
Jón Grétar Borgþórsson
<a href="
http://www.jongretar.com/">
http://www.jongretar.com/</a></