Góðann daginn kæru hugarar og vefsíðugerðarmenn / konur
Ég sendi hér kork fyrir ekki svo löngu og bað um hjálp við uppsetningu á vefsíðum sem gerðar eru sem .php eða .asp. Ég er með Dreamweaver MX og get því gert heimasíðuna .asp og .php sem slíka en mér var sagt að maður þurfti að vera sjálfur með server á netinu. Ég bað því um hjálp, því ég kunni ekki að setja upp minn eigin server á netinu.
Ég fékk fín svör og nokkra tengla sem vísuðu á ýmis forrit (Apache og fleira)
Nú sárvantar mig meiri hjálp
Þannig er málið að ég er búinn að installa Apache, og einhverju php forriti og búinn að fara eftir leiðbeiningunum sem mér var falið og breytti einhverju skjölum og svo framvegis.
Nú fer ég í Apache.exe og þar kemur einungis upp:
,,Apache/1.3.28 (Win32) PHP/4.3.3 running … "
Hvað á ég að gera nú? Hvernig bý ég til þennan server?
___________________________________________________________
Með fyrirfram ósk um góðar undirtektir og góð svör:
Soffi