Þetta er auðvelt að gera.
Fyrst byrjarðu á því að “popuplate-a” comboboxið, sem þú virðist vera búinn að gera.
Þú þarft að hafa eitthvað unique í töflunni til að auðkenna færslurnar (bílana). T.d dálk sem heitir ID og er primary key. Gildið úr þeim dálki seturðu svo í OPTION value fyrir hvert item í comboboxinu.
Dæmi:
<SELECT name=“cars” onChange=“document.location.href='cars.asp?carid='+this.value;” >
<%
while not objRS.EOF
if cStr(objRS(“ID”)) = cStr(Request.QueryString(“carid”)) then
Response.Write “<OPTION value=”“” & objRS(“ID”) & “”“ selected>” & objRS(“tegund”) & “</OPTION>”
else
Response.Write “<OPTION value=”“” & objRS(“ID”) & “”“>” & objRS(“tegund”) & “</OPTION>”
end if
objRS.MoveNext
wend
%>
</SELECT>
Eins og þú sérð, þá setti ég kóða í onChange eventinn á combo boxinu sem endurhleður skjalinu með réttum carid parameter í hvert skipti sem valið er item úr því.
Svo fyrir neðan comboboxið athugarðu hvort eitthvað carid sé gefið upp í query-strengnum, með Request.QueryString(“carid”).
Ef svo er, þá hefurðu ID-ið á þeirri færslu sem þú ætlar að sækja upplýsingar um. Þá gerirðu query í grunninn, t.d
“SELECT * FROM Cars WHERE ID = ” & Request.QueryString(“carid”)
Svo skrifarðu út upplýsingarnar á þann hátt sem hentar þér.