Undarlegt að þú sulir spyrja… og þá aðallega því að fáir nota CGI í dag.
Sko. CGI forrit getur verið skrifað í hverju sem er. Ég hef búið til login-dótarí á vefsíðu með QBasic, svo dæmi sé tekið, en þess má einmitt geta að QBasic er eiginlega eitt það allra mesta rusl-forritunarmál sem mönnum hefur komið til hugar að smíða, en samt var þetta ekkert mál.
Þetta er svona vegna þess að það fer eftir stýrikerfinu þínu hvað hægt er að keyra, og það eina sem þarf, er að vefþjónninn þinn viti með hverju eigi að keyra skrána. Sem dæmi, ef þú ætlar að keyra Perl (.pl) rit á
http://gubb/cgi-bin/mogwai.pl, þá þarftu að láta vefþjóninn þinn vita með hverju hann á að keyra .pl-skrár í cgi-bin möppunni.
Spurning þín er mjög einföld og ónákvæm, svo að mér finnst líka réttast að taka fram að þú þarft ákveðin réttindi gagnvart netþjóninum sem hýsir vefinn á til að nota CGI. Þú getur ekki bara sett upp á Landssíma-svæðið þitt eitthvað CGI-BIN rit í einhverja möppu og ætlast til þess að það virki án samráðs við kerfisstjóra eða einhvern vefstjóra eða eitthvað.
Til að prófa þig áfram í þessu, prófaðu frían vefþjón sem heitir OmniHTTPd. Hann fæst á Tucows. Ég geri ráð fyrir því að þú notir Windows, því þú tekur ekki annað fram.
Vona að þetta hjálpi. Spurðu bara aftur hérna ef þú fattar ekki eitthvað af þessu, eða ef þetta svarar ekki spurningu þinni.<br><br>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is