Sæltverifólkiáðessumannarsfrekarmyglaðamánudegi….
Mér leikur forvitni á að vita hvaða tól fólk hér er messt að nota við þróun á Java síðum (jsp síðum, baunum og servlettum) og hvernig þau tól hafa reynst. Þá á ég við t.d. editora, servera, fjölvinnsluumhverfi og svo framvegis.
Persónulega eg ég að notast við JBuilder sem editor og Inprise web application server til að testa kóða (hann fylgir með JBuilder) og eitthvað CVS kóða repository geymslu. Mér finnst JBuildernum fylgja allt of mikið vesen, þetta er risa forritu forritað fullkomlega í java og er þungt og óstabílt og project höndlun getur verið dálítið kjánaleg. Það er hinsvegar þægilegt að ýta bara á tvo takka til að allur kóði sé kompælaður og keyrður upp í webserver til að testa.
CVS græjan virkar bráðsniðugt á java classa, er mismunur verður til á local kóða og kóða í repository fer græjan yfir breytingarnar á kóðanum með þér til að ákveða hvaða breytingum á að halda og hvaða breytingum á að dömpa. CVS klikkar hinsvegar algerlega þegar share-a á JSP síðum. Þá blandar hann síðunum einhvernveginn saman á óskyljanlegan hátt og býr til bull.
Kostir: Einfallt að kompæla og testa og þú getur developað án þess að vera nettengdur (nema þú sért að grauta í utanaðkomandi gagnagrunnum en það má gera test grunna lócal)
Gallar: Þungt og doldið böggí og kemur oft kemur ósamræmi í kóða þegar margir eru að vinna að sama pjojecti þó CVS laga örlítið af því…maður verður samnt sem áður að muna eftir að updeita reglulega.
Nú væri fína að heyra hvað aðrir eru að nota, ég vill endilega koamst í eitthvað léttara.
Moon
<BR