Ég er alveg rosalega nýr í PHP og kann ekkert á þetta. Verður maður að skrifa PHP eins og að skrifa HTML í Notepad eða er til einhver forrit sem auðvelda þetta og virka eins og Frontpage. Eða einskonar gluggi fyrir PHP. eee…veit ekki hvernig á að lísa því nákvæmlega, þið vonandi vitið hvað ég á við.

Ef ekki er til svoleiðis forrit og maður verður að skrifa PHP frá toppi til táar, er þetta forritunarmál rosalega flókið, þá fyrir byrjendur sérstaklega? Er til einhver forrit sem auðvelda lærdóminn? Ég meina, enginn kenndi mér á HTML og JAVA en ég er með góð tök á þeim núna. :)

Ps. ég get verið rosalega lengi að fata hluti og þar að leiðandi get ég verið hægur að læra.<br><br>micro