hmm, þið eruð nú ekki alveg með þetta á hreinu.
Grjetar, ég geri ráð fyrir að þú hafir eitthvað leikið þér í HTML.
HTML er merkjamál sem segir vafranum hverslags efni er á síðunni t.d. <h1> sem skilgreinir titill. HTML er semsagt mál sem segir vafranum hvað hann á birta. HTML er því client-side (notendameginn). Því þú getur farið í view-source og séð html kóðan á öllum vefjum.
ASP er vefforritunarmál, sem vinnur á vefþjóninum (servernum), en ekki á vafranum. Það er svokallað server-side. Það þýðir að asp kóðinn er þýddur af vefþjóninum sem skilar tilbaka HTML-i sem vafrinn birtir síðan.
ASP er einfaldlega textaskjal með ákveðnum skipununum, aðferðum, og svo framvegis, sem segir hvernig vefsíðan eigi að haga sér.
Hér er grein sem ég skrifaði sem ber heitið : ASP fyrir byrjendur.
http://www.hugi.is/vefsidugerd/bigboxes.php?box_id=29774&action=cp_grein&cp_grein_id=421kv.
Bergur<br><br>ask | bergur.is