Hraðari. MySQL er ekki öflugri heldur hraðari. En MySQL nær þessum hraða með því að bjóða ekki upp á sömu hlutina og aðrir öflugri grunnar. Það er ekki bara að það vanti procedures og views heldur eru líka aðrir hlutir eins og relationship milli taflna og fleira. Þú getur fengið nokkra af þessum hlutum með því að kaupa Pro útgáfuna af MySQL en þegar maður þarf að fara borga fyrir MySQL þá hrapar það langt niður listann. Ég vinn mikið með Oracle og sé það strax að ég er með mun meiri kraft þar og þarf enga könnun til að segja mér annað.
MS-SQL og Oracle bjóða bara upp á svo marga hluti sem eru nauðsynlegir í þróaðari hlutum. Ég sé til fæmis um tölvukerfið hjá Íslenska Járnblendifélaginu og þar eru gerðir flóknir hlutir sem að ég sé strax að maður gæti ekki einu sinni byrjað að gera í MySQL. Plús að Oracle er meiri heildarpakki. Norðurál kýs að nota MS-SQL frekar en sá pakki er tiltörlega ódýrari. Eve notar líka til dæmis MS-SQL í allt sitt enda hefði ekkert annað dugað. Hlutir eins og að þú getir ekki sett inn hluti í cellu nema að sé til staðar í annari töflu sparar svo rosalega mikin höfuðverk að þú gætir ekki ýmindað þér það þar sem að vitlaus tilvísun milli MySQL taflna er algengasta villan hjá bæði reyndum og óreyndum MySQL notanda.
Ég veit að þetta kemur kraftinum ekki við en ég elska Enterprise Managerinn sem er notaður til að stjórna MS-SQL. Ég hef bara ekki kynnst öflugra og þægilegra forriti í öllum míonum tölvuferli. Ég nota það mikið bara með MySQL grunnana mína í data mining ofl. Ég var einmitt áðan að extporta gífurlega flókinni töflu úr HTML skjali yfir í 2 grunna og bara svona útá djókið þá lét ég setja þetta upp í excel líka og spila lag og senda mér email þegar þetta allt var búið. Já og ég lét scriptuna ná í skjalið og vista á diskinn. Og allt sett upp í litlu flæðiriti sem tók mig innan við mínotu að setja upp. Relationshipp milli taflna var sett upp í diagram þar sem ég insertaði allar töflurnar úr grunninum og dróg bara relationships á milli þeirra. Eins og ég sagði. Besta forrit sem ég hef prufað.<br><br><b>——————————
Jón Grétar Borgþórsson
<a href="
http://www.jongretar.com/">
http://www.jongretar.com/</a></