Þú byrjar á því að læra html, næst er gott að læra smá javascript, svo er málið að hella sér í vef-forritun og læra ASP, PHP eða e-ð þessháttar, svo er mjög gott að læra smá á gagnagrunna. þegar þetta er búið þá er bara að byrja að forrita, það er minnsta málið.
Byrjar á að gera login síðu og undir því eru instert, edit og delete síður fyrir allt það sem þú vilt að hægt sé að stjórna, þessar síður hefur þú lokaðar fyrir öllum þeim sem eru ekki loggaðir inn, það gerir þú með vefforrituninni.
þegar þetta er búið er gott að læra á IIS eða Apache eða enhvern annan vefþjón svo þú getir sett vefinn þinn á netið, eða læra á FTP og kaupa nethýsingu hjá enhverjum hýsingaraðila, með FTP er svo hægt að flytja vefinn þinn inná vefþjóninn og þarmeð er þetta allt klárt. ekkert mál!