Úff…
Það að spyrja hvernig á að búa til heimasíður, er svona svipað eins og að spyrja hvernig á að búa til bíl.
Það er hægt að búa til bíl á margar vegu. Það er hægt að skella 4 dekkjum undir planka og þá ertu komin með “bíl”. Einnig er hægt að leggja alveg 120% mettnað í verkið og búa til Formúlu bíl. Báðir eru þeir bílar en alveg mjög ólíkir.
Dreamwaver býr ekki til heimasíðu, þú býrð til heimasíðuna. Dreamwaver, frontpage og önnur tæki eru já ekki annað en tæki.
Ekki ósvipað því að þú myndir púsla bílnum þínum saman með nöglum eða skrúfum.
Til þess að gera síður svona password varðar, þá þarftu að kunna á php, asp eða önnur svo kölluð server-site forritunarmál.
Mig grunar að þú sért ekki alveg undir það búin, ekki ílla meint.
Það er betra að vera búin að koma 4 dekkjum undir bílinn áður en maður fer að setja á hann spoiler, topplúgu og bassabox í skottið.
Jæja þá er þessari vefsíðugerðar- og bíla samlíkingu minni lokið.
Ég vona að þið hafið haft bæði gagn og einnig nokkurt gaman af þessu svari.
bmson kveður með kverkaskít í kverkunum =\<br><br><font color=“#808080”><b>baldvin mar smárason</b></font>
<a href="
http://www.bmson.is“><font color=”#C0C0C0“><b>heimasíða</b></font></a>
<a href=”
http://server.bmson.is/portfolio“><font color=”#C0C0C0“><b>portfolio</b></font></a>
<a href=”
http://www.ground-unit.com“><font color=”#C0C0C0"><b>linka safn</b></font></a