Ef þú ert að tala um rauntíma chatt þá fann ég ekkert nothæft sem var frítt þegar ég leitaði, en chattið sem notað er á einkamal.is og var á djamm.is er mjög nothæft, en er payware (minnir að það heitir JavaPolot eða e-ð).
Það Java Applet er í raun bara web-based Irc client. Ef vefurinn sem þetta á að vera á er með minna en 100 samhliða notendur er tæpt að enhver hangi þar inni.
Betra væri þá fyrir þig að nota e-ð svona “korka kerfi” eins og þetta á hér á huga, ég veit ekki tilþess að það sé hægt að gera það með client-side JavaScriptum en það er lítið mál með serverside, gaggnagrunns tengdri vefsíðu, svosem ASP eða PHP tækni.
Það er hægt að finna fullt af svoleiðis kóðum á stóru kóðasíðunum (sjá tengla á hugi.is/vefsidugerd).
kveðja
Siquay