Halló…

Ég hef svona verið að velta því fyrir mér, þegar ég var minni en alveg óreyndur í vefsíðugerð þá man ég eftir að það var einhver íslensk síða með íslensku “banner exchange-i” og það var mjög sniðugt. Fyrir þá sem ekki vita hvað það er þá virkaði þetta þannig að maður skráði sig þarna á einhverja síðu, alveg frítt og sendi inn banner fyrir síðuna sína og það gerðu þetta náttúrulega margir og svo fékk maður kóða sem maður setti á síðuna sína og þá kom svona random auglýsing fyrir alla hina, þ.e.a.s. þá kom alltaf banner sem hinir höfðu sent og minn á þeirra og svoleiðis, kom náttúrulega mismunandi banner ef þú gerðir refresh. En þetta fyrirtæki hætti, ég veit ekki afhverju.
En það sem ég var að spá er hvort það sé einhver svona íslensk síða í dag? Og ef ekki, afhverju tekur ekki einn af ykkur vefsíðuforriturunum ykkur til í tuskinu og gerir nýja svona síðu?
Þetta var alveg ótrúlega sniðugt. Svo..því fleiri sem heimsóttu síðuna þína, þá fékst þú bannerinn þinn oftar birtan á öðrum síðum. Þetta var allt mjög vel gert og allt það, virkaði mjög vel.

Endilega látið mig líka vita ef það er einhver svona íslensk síða núna í dag.