Ég nota þessa leið hjá mér(java og .net). Ég þekki reyndar ekki php en það þarf að nota Threading til að gera þetta, veit ekki hvort það sé til í php.
1. Posta gögnunum yfir á senda.aspx
2. Bý til tilvikið pThreading af PosturThreading (klasi sem ég bjó til, hann getur keyrt sem þráður þ.e. erfir frá Threading)
3. Sendi email textann í pThreading.setMessage(“texti”);
4. pThreading.Run(); //keyra, Í þessu falli fer ég í loopuna til að senda póstinn.
5. redirecta yfir á takk fyrir að senda síðu
Það besta við þetta er að það verður til nýr þráður sem keyrir í bakgrunni, þannig að síðan senda.aspx er bara í gangi í 1/2 sekúndu og svo kemur “Takk fyrir að senda” síðan og þú þarft ekki að hafa áhyggjur yfir því hvað mörg email er í grunninum hjá þér.
Passaðu bara að hafa gott error handling í klasanum, og ég hef það þannig að þegar hann hefur sent á alla þá er sendur póstur til mín sem segir hversu mörg email voru send, hvað margar villur osfrv.
kv.
ingig