Ég er nú búinn að hafa samband við þá aðila sem ég vissi til að biðu uppá vefhýsingu og ég verð að segja að ég hef sjaldann orðið fyrir jafnmiklu sjokki.

Ég er búinn að vera að leita að hýsingu fyrir 2 lén, 500mb heimasvæði, PHP+MySQL náttúrulega, pósthólf og auka DNS færslum til að benda á vissa hosta.

Sum tilboðin sem ég fékk voru sambærileg við kostnaðinn við að leigja aðgang að Cray-vél hjá CERN í viku.

Hvar er hægt að hýsa á skynsömu verði? Þessi pakki ætti ekki að fara langt yfir 10.000 kr að mínu mati og er það samt langt yfir því sem að gengur og gerist erlendis.

Hýsillinn verður auk þess að vera Á ÍSLANDI og því kemur t.d. rugl eins og vefhotel.com aldrei til greina.

Auk þess tók ég eftir því að verðin voru venjulega þau sömu hvort sem hýsa ætti á *nix eða windows, þrátt fyrir gífurlegan mun á t.d. kostnaði vegna leyfa. Hver trúir því að það kosti jafnmikið að bjóða þjónustu á *nix og windows. Verðmunurinn er mikill, a.m.k. erlendis eftir því hvort platformið menn velja.

Ég þekki kollega mína hérna á Huga vel og tek það því fram að ég nenni ekki að hýsa þetta hérna heima heldur.

Hversvegna er heldur ekki neinn svona ekta webhost á Íslandi sem t.d. gefur einhverjar upplýsingar uppá siðunni sinni í staðinn fyrir að maður þurfi að vera tala við einhverja sölumenn í síma? Það vantar alvöru webhost sem að einbeitir sér að því einu, og með sanngjarni verðskrá (t.d. bloggara-pakki á 990 kr. á mánuði ;) ættu viðskiptin að blómstra.

Kveðja,
Hreinn Beck
<br><br>Kveðja,
Hreinn Beck